Skilmálar
Kaupskilmáli fyrir vefverslun Svefn og heilsu
Okkur í Svefn og heilsu er mikið í mun að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þá upplifun sem þeir fá þegar þeir versla hjá okkur. Eitt af því sem undirstrikar metnað okkar sem við bjóðum upp á en það er 14 daga skilaréttur á vörum. Ath. 30 daga skipti- og skilaréttur er á heilsudýnum. 15% gjald af kaupverði er tekið fyrir skipti og 20% fyrir skil. Skilyrt er að dýnan sé óaðfinnanleg. Útsöluvörum fæst ekki skipt né skilað. Flutningur innanhúss er alfarið á ábyrgð kaupanda. Kaupandi sér alfarið um allan flutningskostnað ef um viðgerð eða skipti á (galla) vörum er að ræða
Meginupplýsingar
Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Svefn og heilsu til neytenda. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.svefn.is eru einungis fáanlegar á íslensku. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
1. Skilgreining
Seljandi er Heilsan #1 ehf , kennitala:591289-3309, virðisaukaskattsnúmer 17289. Heilsan #1 ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.svefn.is
2. 14 daga skilaréttur
Réttur viðskiptavinar til að falla frá samningi:
Kaupandi hefur rétt til þess að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga. Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir daginn þegar kaupandi eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem kaupandi hefur tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu.
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarf kaupandi að tilkynna seljanda ákvörðun kaupanda um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti. Í yfirlýsingunni þarf að koma fram nafn kaupanda, kennitala, heimilisfang og ef hægt er símanúmer kaupanda, fax og netfang. Kaupandi getur einnig fyllt út og sent með rafrænum hætti staðlaða uppsagnareyðublaðið eða aðra ótvíræða yfirlýsingu á vefsvæði seljanda www.svefn.is Ef kaupandi notar þennan valkost mun seljandi senda kaupanda kvittun fyrir móttöku slíkrar uppsagnar á varanlegum miðli (t.d. tölvupósti) án tafar.
Áhrif þess að falla frá samningi:
Ef kaupandi fellur frá þessum samningi mun seljandi endurgreiða allar greiðslur sem seljandi hefur fengið frá kaupanda, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að kaupandi hefur valið annan sendingarmáta en ódýrasta staðlaða sendingarmátann sem seljandi býður), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar seljanda er tilkynnt um ákvörðun kaupanda um að falla frá þessum samningi. Seljandi mun endurgreiða kaupanda með því að nota sama greiðslumiðil og kaupandi notaði í upphaflegu viðskiptunum, nema kaupandi hafi samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarf kaupandi ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.
Seljandi getur haldið eftir endurgreiðslu þar til seljandi hefur fengið vöruna aftur eða kaupandi hafi lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.
Kaupandi þarf að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.
Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum og ónotuð þegar henni er skilað.
Kaupandi þarf að endursenda vöruna eða afhenda seljanda án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem kaupandi tilkynnir ákvörðun sína að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef kaupandi endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.
Kaupandi er aðeins ábyrgur fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
3. 7 daga auglýsingavernd
Ef vara er uppseld á meðan útgefið blað er í gildi þá útvegar seljandi hana innan eðlilegs afhendingartíma eða sambærilega eða dýrari vöru á sama verði. Þetta á ekki við um vörur sem auglýstar eru í „takmörkuðu magni“. Vörur á vefsíðu seljanda teljast ekki til auglýstra vara, ennfremur á þetta ekki við um vörur á netverði.
4. Pöntun
Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í skrefi 3. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einng ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.
5. Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslana.
Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
6. Verð
Verð eru á stöðugum breytingum hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega (skref 3 í vefverslun). Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Netverð gildir aðeins þegar vara er keypt í Vefverslun. Almennt verð sem gildir í verslunum Svefn og heilsu er birt yfir ofan netverðið.
7. Greiðsla
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu, greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning. Ef greitt er með greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki innan 8 daga, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru pöntun sett í tiltekt þegar millifærsla hefur verið staðfest. Vandamál með viðskipti tengd viðskiptareikningi falla undir skilmála reiknings.
9. Afhending og seinkun
Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef að varan er uppseld.
Afhendingarmátar í Vefverslun Svefn og heilsu eru; Senda á næstu flytjandastöð(Eimskip) við viðtakanda, flutningur með TVG Express , Sendibíll fyrir stór tæki innanbæjar og sækja vöru að vöruhúsi Völuteigi 19 220 mosfellsbæ, Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefst undirskriftar korta/reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis.
Pósturinn: Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefst undirskriftar korta/reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis. Pantanir undir kr. 20.000 eru afhentar aðila á afhendingarstað . Ef að enginn er við er tilkynning stungið inn um bréfalúgu ef kostur er. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavin. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda. Ef að afhending vöru í heimakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma gegn gjaldi sem greitt er beint til póstsins.
Sækja í verslun: Hægt er að sækja vöru í verslun að Eingjateigi 19, 105 Reykjavík ef vara er geymd þar.
Ef óskað er eftir að geyma vöru í vöruhúsi Svefn og Heilsu er geymslutími miðaður við 2 vikur, ef óskað er eftir að geyma vöru lengur en það er krafist mánaðarlegt geymslugjalds sem um nemur 5% af upphæð vörunnar.
8. Yfirferð á vörum
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samvkæmt vörulýsingu og ógallaðar.
Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 4 daga. Eftir 4 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.
9. Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.
10. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.
11. Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda .
12. Þjónusta og upplýsingar
Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á [email protected] til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað í verslun Svefn og heilsa til að fá svör eða einfaldlega hringt í aðalsíma Svefn og heilsu þar sem honum verður vísað á réttan stað.
13. Tveggja ára ábyrgðarskilmálar Svefn & heilsu
- Vinsamlegast gefið ykkur tíma til að lesa ábyrgðarskilmála framleiðandans (sem eru festir við dýnuna) vandlega. Geymið kvittun fyrir dýnunni á öruggum stað.
- Við mælum einnig með að þú geymir merkimiðann ( hann er áfastur dýnunni og við mælum með að hann verði þar áfram).
- Við mælum eindregið með að keypt sé vatnshelt hlífðarlak til að verja dýnuna. Framleiðandi ábyrgist ekki bletti sem myndast á dýnunni.
- Sé þetta hlífðar keypt fær fólk sem kaupir rúm af okkur 30 daga skiptirétt, það er að segja getur skipt dýnunni sinni í annað ef einhverja hluta vegna rúmið sem var valið fyrst skildi ekki henta.
- Að sjálfsögðu þarf dýnan að vera óaðfinnanleg við skiptingu.
Framleiðendur ábyrgjast gæði allra okkar heilsudýna og rúmbotna.
Grein 1
Ef sú staða kemur upp að um galla á vöru eða efnum í vöru er um að ræða innan 2 ára frá kaupdegi þá skiptum við út vörunni eða lögum vöruna (nema að varan uppfylli ekki atriði í grein 7). Sjá nánar ábyrgðaskilmála.
Grein 2
Ef um galla á vöru eða efnum í vöru er að ræða innan 2 ára og um venjulega notkun vörunnar að ræða, þá ábyrgjumst við allan kostnað við að gera við vöruna eða skipta út vörunni. Réttur til að kvarta er 5 ár, þó aðeins á vörum sem eru með viðurkenndan meðallíftíma umfram 2 ár.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
Grein 3
Framleiðandi mun mæla með úrlausnum varðandi fría viðgerð og eða vöruskipti á vörum sem fellur undir þessa ábyrgðarskilmála. Ef ekki er hægt að gera við vöruna eða skipta henni út getur framleiðandi (Svefn & heilsa) bætt vöruna með sambærilegri vöru.
Grein 5
Ábyrgð nær eingöngu til galla á vöru og eða efnum í vöru.
Heildarábyrgð á öllum mótorum, rafhlutum og stýringum nær eingöngu til tveggja ára, eftir þann tíma er ábyrgðin útrunnin. Ef um er að ræða skipti á þessum hlutum þá hafið samband og athugið kostnað á þeim.
Grein 7
Ábyrgð á samsetningu og galla mótora gildir í tvö ár.
Grein 8
Þeir hlutar sem falla ekki undir ábyrgðarskilmálana
Eðlilegt slit á vörunni og þar með talið litabreytingar og slit á áklæði og bólstrun.(saumasprettur)
Hlutir eins og rafhlöður, fjarstýringar – sem ganga úr sér með tímanum.
Óþrifnaður og myglusveppir ( Þar sem loftun er ábótavant og raki myndast í herbergi)
Eðlileg slit vegna notkunar dýnunnar: dýna gefið eðlilega eftir með tímanum. Það er eðlilegt að hæð dýnunnar geti minkað um 15% á svæðum og stífleiki getur einnig minkað um 20%. Það er einnig eðlilegt að bólstrun geti misst allt að 65% af upprunalegri þykkt við notkun. Þessi atriði eru því ekki undir ábyrgð og eru eðlileg hjá framleiðenda. Slit vegna óeðlilegar notkunar eða umhugsunar. (Dýna notuð sem sófi á daginn). Slit vegna þjösnaskaps, yfirþyngd, heimatilbúin viðgerð, Breytingar á dýnunni vegna þess að dýnan var beygð við flutning. Þvag, blóð aðrir sjáanlegir blettir.
Sjáanlegir gallar sem hefði átt að vera sagt frá við afhendingu vöru.
Grein 9
Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta, þá skalt þú hafa samband við okkur, vera með upprunalega reikninginn með þér.
Grein 10
Vörunni skal vera pakkað inn til að vernda hana frá eyðileggingu og óhreinindum á meðan á flutningi stendur.