Nótt er hágæða heilsudýna þar sem einungis er notast við 100% nátturuleg efni í bólstrun. Íslenska ullin gegnir þar megin hlutverki þar sem einstakir efniseiginleikar hennar njóta sín fullkomlega.
Íslenska sauðkindin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Stofninn hefur haldist einangraður í gegn um aldirnar og er einstakur. Íslenska ullin hefur því þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og óreglulega liðað. Það verndar féið gegn kulda. Togið er lengra, slétt og harðgert. Það veitir vörn gegn vatni og vindum. Íslenska ullin er því með opnari (andar vel) og léttari efniseiginleikum sem gefa henni einstakt raka og hitajafnvægi. ULL ER GULL.
Þvottastöðin á Blönduósi er búinn að ná þeim frábæra árangri að fá ullina vottaða. Alþjóðleg vottun um að ullin innihaldi engin skaðleg efni. Öll þvottaefni eru umhverfisvæn og vistvæn.
Pokagormarkerfið ANATOMIC 1500 er 7-svæðisskipt
og er úr gríðalega sterku carbon stáli sem gefur hámarksendingu.
Áklæði: Belgískt lúxus damsask lín. Handunnin
Chesterfield bólstrun með einstaklega vönduðum frágangi.
Bólstrun: Íslensk ull 500gr í einangrun. 1cm 100%
náttúrulegt latex. Dacron 300gr. Pulse latex 4cm.
Handföng og loftventlar á hliðum.
Bólstruð beggja vegna og hægt að snúa við.
Poka gormakerfi: Hágæða 7 svæðisskipt pokagormakerfi úr carbon
stáli sem skilar hámarks endingu, styður mun betur við líkamann en venjuleg
gormakerfi. (500 gormar pr fm).
Pokagormarnir eru með misþykkum vír eftir því
hvar þeir eru
staðsettir í dýnunni. Mjúkir við axlasvæði,
stífir við neðra-bakssvæði, millistífir í miðjunni. Veita fullkominn stuðning
við
líkamann.
Hliðar: Mjög sterkir steyptir (Foam incased)
hliðarkantar gefa
25-30% meiri svefnflöt og auka líftíma
dýnunnar.
Fáanleg í tveim stífleikum: Millistíf og stíf.
30cm hæð
Virkar í stillanleg rúm
Vafrakökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan geturðu lesið um hvern þeirra og leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki sem hafði áður verið leyfður er hafnað er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafrakökuyfirlýsingunni.
