Reverie 9Q með Nótt
Reverie 9Q með Nótt
Vörunúmer: | |
---|---|
Flokkur: | Reverie 9Q, STILLANLEG RÚM |
Staða: |
Vörunúmer: | |
---|---|
Flokkur: | Reverie 9Q, STILLANLEG RÚM |
Staða: |
9Q stillanlegi botninn sameinar stílhreint útlit ásamt Bluetooth tengimöguleikum, sem gerir þér kleift að tengja rúmið þitt við Reverie Nightstand appið og fá aðgang að aukaaðgerðum eins og snjall vekjaraklukku. Þannig er 9Q rafbotninn fær um að uppfylla allar þínar kröfur um þægindi.
Nótt er hágæða heilsudýna þar sem einungis er notast við 100% nátturuleg efni í bólstrun. Íslenska ullin gegnir þar megin hlutverki þar sem einstakir efniseiginleikar hennar njóta sín fullkomlega.
Íslenska sauðkindin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Stofninn hefur haldist einangraður í gegn um aldirnar og er einstakur. Íslenska ullin hefur því þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og óreglulega liðað. Það verndar féið gegn kulda. Togið er lengra, slétt og harðgert. Það veitir vörn gegn vatni og vindum. Íslenska ullin er því með opnari (andar vel) og léttari efniseiginleikum sem gefa henni einstakt raka og hitajafnvægi. ULL ER GULL.
Þvottastöðin á Blönduósi er búinn að ná þeim frábæra árangri að fá ullina OEKO-TEX Standard 100 Class 1 vottaða. Alþjóðleg vottun um að ullin innihaldi engin skaðleg efni. Öll þvottaefni eru umhverfisvæn og vistvæn.