Oofos Heilsusandalar
OOFOS® Heilsusandalarnir eru ótrúlega mjúkir, léttir og þægilegir. Alveg einstök og höfundaréttarvarin fótlaga hönnun veitir frábæran stuðning undir iljarnar sem hjálpar að dreyfa álaginu á hæla, iljar og táberg eins vel og hægt er. Þess vegna mæla sjúkraþjálfarar og fótaaðgerðafræðingar með OOFOS®.
í þeim er OOFOAM™ sem er einnig höfundaréttavarið dempunarefni og er 37% meira höggdempandi en í hefbundnum skóm. Efnið er bæði ofboðslega mjúkt og létt. Frauðið er lokað svo að það dragi ekki í sig bleytu og raka og þar af leiðandi ekki bakteríur úr svitanum svo að það komi ekki vond lykt af þeim. Þeir fljóta líka í vatni og má meira að segja setja þá í þvottavél á lágan hita. Þeir henta því vel sem sundskór. Mýktin og dempunin frá OOFOAM™ endist vel og er ekki plastefni eins og þekkist í svipað útlítandi sandölum.
OOFOS® eru hannaðir til að hvíla fótinn og henta því frábærlega sem inniskór, í vinnu, eftir íþróttir eða mikið álag og auðvitað sem sundskór. Mýktin og dempunin ásamt stuðningnum minnkar álag á fætur, ökkla, hné og bak. Sérstaklega góðir líka fyrir þá sem glíma við hælspora og/eða iljarfellsbólgu eða einfaldlega þreytu og verki í hælum.
Við reynum ávallt að vera samkeppnishæf í verði og eru OOFOS® á sambærilegu verði hjá okkur á Íslandi og í Bandaríkjunum og öðrum löndum.