Skráðu netfang þitt til að fá upplýsingar um nýjar vörur, tilboð og útsölur beint í pósthólfið þitt.
Naturalist
100% náttúruleg og vistvæn heilsudýna. GOLS og GOTS vottuð
Fjölskyldu fyrirtæki sem hannar og þróar vistvænar heilsudýnur í hæðsta gæðaflokki úr 100% lífrænum efnum. Þeirra markmið er að færa viðskiptavinum sínum hámarks stuðning í náttúrulegra og heilsusamlegra umhverfi. Starfsemi fyrirtækisins byggist á trausti, vistfræðilegri ábyrgð og velferð viðskiptavina.
Ný kynslóð af handgerðum Naturalist heilsudýnum.
7 svæðaskipt handgert bómullar pokagormakerfi
Áklæði:
- Lírænt vottaður mjúkur Herringbone bómull 1000gr/m2l saumaður saman við lífræna ECO ull. Hrindir frá sér raka og viðheldur fullkomnum líkamshita
- Áklæði án litar og eiturefna
Bólstrun:
- LÍfrænt latex 7.5cm. GOLS vottað
- Sjö svæðaskipt til að veita betri stuðning við líkaman
- Lífræna latexið er með opnum efniseigineikum og loftholum sem tryggja mjög góða öndun.
- Kemur í tveim stífleikum. Mjúka dýnan kemur með mýkri latexi og stífa dýnan með stífara latexi.
Náttúrulegt poka-gormakerfi:
- Handgert hágæða 7 svæðisskipt bómullar poka gormakerfi
- Náttúrulegir bómullar pokar utan um hvern gorm
- Bómullar pokagormar ekki límdir saman
- Pokagormar misstífir til að veita fullkominn stuðning við líkaman. Mjúkir við axlasvæði, stífir við neðrabakssvæði, millistífir í miðjunni
- Náttúrulega poka-gormakerfið er OEKO-TEX Class 1 vottað.
- Kókos festir gormakerfið saman. Kókos er Hoenstein og OEKO-TEX CLASS 1 vottað. Náttúrulegt latex lím notað til að fest kókos ofan á gormakerfið og festa gormakerfið saman. ECO PASSPORT by OEKO-TEX vottað. Kókosinn er 1cm þykkur þar sem míkri hliðin er og 2 cm þykkur á stífari hliðinni.
Val um tvo stífleka í hverri dýnu.
Mjúk dýna getur verið mjúk eða millimjúk og stíf dýna getu verið stíf eða millistíf.
Hver dýna bíður upp á tvo stífleika ef gormakerfi dýnunnar er snúið við. Önnur hliðin á gormakerfinu sjálfu er með þykkara kókos lagi en hin hliðin og því stífari. 2cm kókos á annari hliðinni og 1cm kókos á hinni hliðinni.
Ekkert mál er að breyta þessum tveim stíleikum hvenær sem er.
Athugið að stífa dýnan er með stífari latexi í bólstrun og því ávalt stífari en sú mjúka.
Val um sitthvorn stífleikan í hjónarúm
Stærðir 160×200 og 180×200 eru gerðar úr 2x80x200 og 2x90x200 gormakerfi.
Dýnurnar henta mjög vel í stillanleg rúm og eru þá tvískiptar. 2x80x200 og 2x90x200